Frágangur bretta

Hvernig má tryggja styrk og stöðugleika

Fullkomið bretti snýst ekki aðeins um stöðugleika og vörn. Réttar aðferðir koma í veg fyrir aukakostnað. Þar sem verð okkar byggja á samsetningu þyngdar og rúmmáls, getur allt, sem tekur auka pláss eða kemur í veg fyrir að hægt sé að setja brettið í stafla, valdið aukakostnaði.

Leiðarvísir fyrir hið fullkomna bretti

1. Staflaðu lóðrétt

Uppréttir staflar tryggja mestan styrk í stöflun. Ef innihaldið er stíft má stafla því eins og múrsteinum til að auka stöðugleika.

2. Ekki láta standa útaf

Hlutir eiga að passa hornrétt á brettið og ekki skaga út fyrir brúnir. Við tökum við brettum sem stendur útaf en þar sem þau skemmast auðveldlega eða geta skemmt aðrar sendingar þá viljum við frekar að sendingar passi á brettið.

3. Haltu því flötu

Sléttur efri flötur eykur styrk, þéttleika og hleðslugetu. Bretti, sem ekki er hægt að stafla, leiða til aukagjalds.

4. Strekktu borða eða vefðu inn

Notaðu strekkiborða eða strekkifilmu til að halda hlutum á sínum stað á brettinu. Strekkifilman á að fara utan um brettið líka.

5. Skýrar merkingar

Brettum er staflað upp í flutningi. Þess vegna skulu merkingar festar á hliðina, ekki ofan á.

Fullkomið bretti!

Sýndu aðgætni við pökkun

Frágangur þinn verður að mæta lágmarks skilyrðum okkar.