Tollafgreiðsla

Snurðulaus alþjóðleg þjónusta upp að dyrum

Nýttu svæðisbundna þekkingu okkar og reynslu til að mæta þörfum þínum, þannig að sendingarnar þínar tefjist ekki að óþörfu

 

TNT býr yfir 70 ára þekkingu í alþjóðlegum flutningum, útflutningseftirliti, inn- og útflutningsreglum og tollafgreiðslu - þekking sem nýtist sendingunum þínum.

 

Þjónusta okkar inniheldur:

  • Tollafgreiðslu frá A-Ö
  • Skilvirka, fljóta og nákvæma tollmeðhöndlun
  • Sérfræðiþekkingu í meira en 200 löndum
  • Skýrar og viðeigandi tollaupplýsingar gegnum allt flutningsferlið
  • Að farið sé eftir settum reglum þegar tollskýrslur eru fylltar út fyrir þína hönd


Viðbótartollþjónusta

Umboð til tollafgreiðslu

Með umboði frá viðskiptavini þá getur TNT skuldfært tollagjöld og skatta beint á reikning þeirra hjá Tollstjóra. Þannig verða engar tafir á afhendingu sendinga á meðan verið er að bíða eftir greiðslu tollgjalda.

Hér er hægt að nálgast umboð til skuldfærslu hjá tollstjóra.

 

Delivery duties paid (DDP)

YSendandi getur óskað eftir því að taka ábyrgð á greiðslu tollgjalda og sköttum á sendingu þannig að móttakandi verði ekki rukkaður. TNT getur í mörgum tilfellum greitt þessi gjöld fyrir sendanda og rukkað þau inn eftirá.

 

Sérstakar tollafgreiðslur

TNT getur tollafgreitt fyrir viðskiptavini sérafgreiðslur og transit skjöl í málum þar sem vöru þarf að endursenda til viðgerðar eða vegna tímabundins innflutnings/útflutnings.

 

Aðrir opinberir aðilar

Við erum til taks til að leiðbeina og aðstoða þegar aðrar opinberar stofnanir og reglugerðir eru nauðsynlegar til að geta afgreitt sendinguna þína. Þetta getur átt við um t.d. lyf og símabúnað.

 

TNT is certified by: AEO (Authorised Economic Operator), PiP (Partners in Protection), STP+ (Secure Trade Partnership Plus) and C-TPAT (Customs-Trade Partnership Against Terrorism).

Viltu vita meira um tollafgreiðslu?