Netsvik

Finndu út hvað skal gera ef þú telur þig hafa orðið fórnarlamb netsvika. TNT er kunnugt um að svikarar nota auðkenni fyrirtækisins, á vefsíðum og í tölvupóstum, til að blekkja þá sem versla á netinu.

Sviksamlegu samskiptin eru yfirleitt beiðnir um rafræna fyrirframgreiðslu peninga til að greiða fyrir vöru sem var pöntuð á netinu, og svo er fullyrt að varan verði send á vegum TNT. Eða þetta geta verið skilaboð þar sem beðið er um fyrirframgreiðslu fyrir afhendingu lottóvinnings eða lykla að íbúð.

 

TNT býður ekki uppá biðvörsluþjónustu (þriðja aðila). Ef einhver biður þig um fyrirframgreiðslu fyrir slíka þjónustu með Western Union eða álíka fyrirtækjum, þá bendir það til þess að það sé svikastarfsemi.

 

Við ráðleggjum öllum viðskiptavinum að varast slíkar beiðnir um fyrirframgreiðslur á netinu, og þó vörusendingarnúmer sé til staðar (eða rakningarnúmer) er það ekki endilega sönnun fyrir því að vörusending sé í vörslu eða haldið af TNT.

 

Sértu í einhverjum vafa um áreiðanleika skilaboða frá TNT eða hvort TNT sé í raun að flytja sendingu til þín, vinsamlegast hafðu samband við þjónustudeild okkar í þínu landi. Þú finnur viðeigandi símanúmer sem þjónustar viðskiptavini í þínu landi á heimasíðu TNT fyrir þitt land.

 

TNT gerir allt sem fyrirtækið mögulega getur til að koma í veg fyrir að slíkt svindl eigi sér stað. Notendaþjónusta okkar, öryggis- og lögfræðideild vinna náið saman til að upplýsa viðskiptavini okkar um sviksamlega starfsemi og stöðva hana. Einnig vinnum við með alþjóðlegum stofnunum og stofnunum innanlands (þar á meðal ríkisstjórnir, Western Union, eBay og Office of Fair Trading) til að koma í veg fyrir netsvindl.

Hvað gera skal ef þú telur þig hafa orðið fórnarlamb

Til að loka á sviksamlegar vefsíður eða tölvupóstföng eins fljótt og hægt er, og koma þannig í veg fyrir frekara svindl, biðjum við þig að áframsenda sviksamlegu tölvupóstskeytin á netfangið e-crime@fedex.com. Vinsamlegast athugaðu að þú færð ekki svar eftir að hafa áframsent tölvupóstskeytið.

 

Einnig ráðleggjum við þér að tilkynna málið til lögreglunnar á þínu svæði. Dæmi eru um tilvik sem hafa leitt til handtöku. 

Hvernig TNT berst gegn svikastarfsemi

Þeir viðskiptavinir sem fá sviksamleg skilaboð eru beðnir um að áframsenda sem allra mestum upplýsingum til okkar. Upplýsingarnar eru sendar áfram til alþjóðlegu öryggisdeildar okkar, sem safnar öllum tiltækum sönnunargögnum. Við notum þessar upplýsingar síðan til að setja okkur formlega í samband við fyrirtækið sem rekur hina sviksamlegu vefsíðu eða tölvupóstfangið. Við vinnum náið með öllum helstu Internet-þjónustuveitunum (ISP), þar á meðal Microsoft, Yahoo og AOL. Þegar TNT Express sendir gögnin til þjónustuveitanna er yfirleitt gripið til aðgerða innan 24-48 klukkustunda. Þökk sé þessu samstillta átaki hefur verið lokað á fleiri en 1.500 sviksamlegar vefsíður og tölvupóstföng. Á meðan á þessu ferli stendur veitum við viðskiptavinum líka ráðgjöf og aðstoð ef leitað er til lögreglu og ákveðið að tilkynna um málið. Dæmi eru um tilvik sem hafa leitt til handtöku. 

Vitundarvakning

Í mörg ár hefur mikið verið gert til að upplýsa og mennta allt starfsfólk í notendaþjónustu um vandamál sem TNT glímir við tengdum netglæpum. Þessi innri vettvangur og skjöl hafa skilað árangri í að auka vitund innan fyrirtækisins um netglæpi. Þessi samskipti hafa tekið á sig margar myndir, meðal annars:
 

  • fundir notendaþjónustu með alþjóðlegu öryggis- og reglufylgnideild
  • regluleg útgáfa fréttabréfa
  • dreifing staðlaðra svara við fyrirspurnum viðskiptavina
  • leiðbeiningar til að aðstoða notendaþjónustu við að greina og bregðast við
    tilvikum netglæpa. 

Uppboð á netinu og mál tengd netinu

Hafirðu greiðslufært á netinu vegna kaupa á ebay, mælum við með því að þú athugir upplýsingarnar um notkun greiðsluþjónustu í security centre (öryggismiðstöð)á ebay.
 

Western union veitir einnig leiðsögn til að auka meðvitund um svik á alþjóðlegri vefsíðu fyrirtækisins.