The People Network

Hjá TNT er þitt fólk og þín viðskipti kjarninn í öllu því sem við gerum

Á hverjum degi þá leggjum við okkur fram af fremsta megni við að tengja saman
fólk og viðskipti um allan heim.

Á hverjum degi þá leggjum við okkur fram af fremsta megni við að tengja saman fólk og viðskipti um allan heim. Við afhendum milljónir pakka, skjala og fraktsendinga af öryggi og natni - því við skiljum hversu mikilvæg hver sending er fyrir þig og þína viðskiptavini. Hvað sem þú þarft að senda. Hvert sem þú þarft að senda það. Við förum með sendinguna eins og hún væri okkar eigin. Frá því bílstjórinn móttekur sendinguna þar til viðskiptavinur þinn fær hana afhenta, þá höldum við þér og viðskiptavini þínum upplýstum. Þetta er mögulegt vegna samhæfðs flutningakerfis okkar, sem nær alla leið frá móttökustað til afhendingarstaðar. Þú getur meira að segja fylgst með flutningnum gegnum netþjónustu okkar. Ef þinn iðnaður felur í sér sérstakar flutningskröfur, þá getum við uppfyllt þær líka. Þú getur treyst okkur til að klára málið og í staðinn getur þú einbeitt þér að því að færa út kvíarnar.

 

Þegar nýr viðskiptavinur óskar eftir mikilvægri afhendingu – segðu já af öryggi. Jafnvel þó að afhendingartími sé daginn eftir og jafnvel þó við höfum aldrei sent þangað áður!

 

Við erum mjög stolt af flutningsnetinu okkar og tækni, en í lok dagsins vitum við að það er bæði okkar fólk og þitt fólk sem lætur hlutina gerast.

 

Þinn þjónustufulltrúi hjá TNT þekkir þig og þín viðskipti og hann er tengdur við 58.000 aðra starfsmenn TNT sem hafa það að markmiði að láta viðskipti þín vaxa með því að koma skjölum, pökkum og frakt hvert sem þú þarft. Við sigrumst á hindrunum eins og landamærum, fjarlægð, menningu, tungumálum og mismunandi gjaldmiðlum.

 

Að tengja fólk og viðskipti þeirra um allan heim, hjálpa þeim og láta fyrirtæki þeirra vaxa, það er það sem við gerum.

 

Við hjá TNT skiljum að gæði sambands við viðskiptavini er jafnmikilvægt og að afhenda sendingu þeirra eins og lofað var. Við erum öll með viðskiptavini en við hjá TNT höfum samskipti við fólkið sem vinnur fyrir viðskiptavini. Það er fólk sem kann að meta sérstaka athygli og sanna umhyggju og virðingu. Þetta jafnframt skapar traust samband og tryggð sem er ánægjuleg og góð fyrir viðskiptin.

 

Þess vegna erum við eins og við erum. Þess vegna göngum við úr skugga um að veita sanna, persónulega þjónustu.

 

Þess vegna göngum við aðeins lengra fyrir viðskiptavini okkar. Þess vegna köllum við okkur „The People network“