Merking sendinga

Hvernig skal prenta merkingarnar og koma þeim fyrir

Skýrar merkingar eru miklivægar. Merkingin gerir okkur kleift að koma sendingu þinni á réttan stað — og segir til um rétta meðhöndlun á leiðinni. Það getur skipt öllu máli að gefa sér aðeins meiri tíma í að ganga rétt frá leiðarmiðum og merkingum um sérstaka meðhöndlun.

Leiðarvísir um skýrar merkingar

 

1. Fjarlægðu eldri merkingar

Of margir merkimiðar geta valdið ruglingi. Aldrei líma nýja miða ofan á þá gömlu.

2. Prentaðu nýja merkimiða

Notaðu sjálflímandi pappír, ef það er mögulegt, til að prenta leiðarmiðana sem fylgdu með bókuninni þinni. Ef ekki, skaltu nota venjulegan pappír og setja hann í skjalapoka. Bílstjóri á vegum TNT getur látið þig fá poka þegar hann sækir.

3. Komdu afriti fyrir inn í

Það er gott ráð að setja afrit af flutningsskjölunum — eða að minnsta kosti heimilisfang viðtakanda — inn í kassann áður en þú lokar honum, skyldi eitthvað koma fyrir ytri merkinguna.

4. Festu tryggilega

Settu leiðarmiðana (eða skjalapokana) ofan á kassana eða á hliðar brettisins og gakktu úr skugga um að strikamerkið sé alveg flatt og sýnilegt og fari ekki yfir brúnir. Settu miðana á þegar búið er að setja límband/vefja inn, svo þeir verði ekki óskýrir. Notaðu auka límband eða hefti á við eða vefnað, ef þörf krefur.

5. Haltu svæðinu auðu

Ekki vefja miðana inn eða gera þá ógreinilega á neinn hátt. Jafnvel þótt þú sjáir í gegnum plastið, sem þú notar til að vefja utan um, gætu skannar okkar hugsanlega ekki lesið strikamerkið.

Pökkunar leiðbeiningar