Sviksamlegu samskiptin eru yfirleitt beiðnir um rafræna fyrirframgreiðslu peninga til að greiða fyrir vöru sem var pöntuð á netinu, og svo er fullyrt að varan verði send á vegum TNT. Eða þetta geta verið skilaboð þar sem beðið er um fyrirframgreiðslu fyrir afhendingu lottóvinnings eða lykla að íbúð.
TNT býður ekki uppá biðvörsluþjónustu (þriðja aðila). Ef einhver biður þig um fyrirframgreiðslu fyrir slíka þjónustu með Western Union eða álíka fyrirtækjum, þá bendir það til þess að það sé svikastarfsemi.
Við ráðleggjum öllum viðskiptavinum að varast slíkar beiðnir um fyrirframgreiðslur á netinu, og þó vörusendingarnúmer sé til staðar (eða rakningarnúmer) er það ekki endilega sönnun fyrir því að vörusending sé í vörslu eða haldið af TNT.
Sértu í einhverjum vafa um áreiðanleika skilaboða frá TNT eða hvort TNT sé í raun að flytja sendingu til þín, vinsamlegast hafðu samband við þjónustudeild okkar í þínu landi. Þú finnur viðeigandi símanúmer sem þjónustar viðskiptavini í þínu landi á heimasíðu TNT fyrir þitt land.
TNT gerir allt sem fyrirtækið mögulega getur til að koma í veg fyrir að slíkt svindl eigi sér stað. Notendaþjónusta okkar, öryggis- og lögfræðideild vinna náið saman til að upplýsa viðskiptavini okkar um sviksamlega starfsemi og stöðva hana. Einnig vinnum við með alþjóðlegum stofnunum og stofnunum innanlands (þar á meðal ríkisstjórnir, Western Union, eBay og Office of Fair Trading) til að koma í veg fyrir netsvindl.