Verðið byggir á stærð, rúmmáli, þjónustu og áfangastað sendingarinnar. Vörusendingar geta einnig verið háðar viðbótargjöldum fyrir aukaþjónustu.
Níu talna sendingarnúmerið (einnig kallað farmbréf eða fylgibréf númer) má finna í hærgra horni fylgibréfs eða á flutningsgjalda reikningnum.
Til að finna út hvort sendingin hafi verið afhent, hver kvittaði fyrir móttöku og aðrar upplýsingar skal einfaldlega slá inn sendingarnúmer TNT á síðunni Rekja sendingu .
Við reiknum bæði raunþyngd og rúmmálsþyngd sendingarinnar. Hærri talan af þessu tvennu ákvarðar verðið. Til að ákvarða rúmmálsþyngd skal fyrst reikna rúmmál pakkans og margfalda það svo með viðeigandi reiknistuðli. Sjá Reikna út rúmmálsþyngd fyrir nánari upplýsingar.
Öllum vörusendingum þarf að fylgja vörureikningur, sama hvert sendingin er að fara. Sumir hlutir teljast vera skjöl og þurfa ekki vörureikning.
Sjá hættulegur varningur til að fá lista yfir vörur sem eru háðar takmörkunum í lögum eða reglugerðum, og má aðeins senda á ákveðinn hátt. Fyrir frekari upplýsingar, ekki hika við að hafa samband.
Vinsamlegast lestu hlutann hvernig á að senda á milli landa fyrir frekari upplýsingar um hvernig á að ganga frá tollamálum og fræðast um útflutningseftirlit. Þú getur einnig skoðað hlutann Hvernig á pakka til að fá góð ráð um hvernig skuli ganga sendingu á sem bestan hátt.
Almenn bótaábyrgð okkar vegna taps eða tjóns kemur fram í flutningsskilmálum okkar. Einnig má kaupa auka tryggingu . Veldu einfaldlega tryggingavalkostinn þegar þú bókar á netinu eða láttu þjónustuver vita þegar þú ert að ganga frá bókuninni.
Hafi bílstjóri reynt að afhenda til viðskiptavinar og skilið eftir kort, þá getur viðskiptavinurinn notað þjónustuna endurtekin afhending. Hafi bílstjórinn ekki enn reynt að afhenda eða viðskiptavinurinn er ekki með kortið fyrir endurtekna afhendingu, á hann að hafa samband við okkur.. Fyrirspurn viðskiptavinarins þarf að fylgja sendingarnúmer, heimilisfang afhendingar og dagsetning endurtekinnar afhendingar. Ath.: Endurtekin afhending pöntunar er eingöngu möguleg frá mánudegi til föstudags.
Sæktu sniðmát fyrir vörureikning og fylgibréf og komdu í veg fyrir óþarfa tafir.
Leiðbeiningar um viðbótargjöld, tolla, hættulegan varning og ráðleggingar fyrir geirann sem þú ert í.