Fylgibréf

Hafðu skýr gögn með sendingunni

Hverri sendingu verður að fylgja fylgibréf með sérstöku TNT sendingarnúmeri. Fylgibréfið inniheldur allar nauðsynlegar upplýsingar og fylgir sendingunni þinni alla leið.

 

Auðveldasta leiðin til að fylla út fylgibréf er að gera það gegnum netið, undir vefþjónustur. Þegar þú hefur fyllt út allar upplýsingar þá verður sjálfkrafa til fylgibréf, sem hægt er að prenta út á venjulegan pappír. Ef þú vilt ekki gera þetta gegnum netið, þá getur þú haft samband við okkur við okkur og óskað eftir fylgibréfum á pappír og handskrifað þau.

 

Sendingarnúmerið sem er á fylgibréfinu er tenging þín við sendinguna og fylgir henni alla leið. Þú getur notað það til að rekja sendinguna hvenær sem er, gegnum netið.

Lýsing