Sérþjónusta

Jafnvel í flóknustu flutningum gerum við þína vinnu auðvelda. Öllum okkar sérsniðnu lausnum fylgir notendaþjónusta allan sólarhringinn sem grunnþjónusta.

Vantar þig áríðandi flutning?

Þegar seint er jafn vont og aldrei.
 

 • Hjúkrunargögn
 • Lögfræðileg skjöl
 • Vélbúnaður
 • Mikilvægir íhlutir

 

Þjónusta fyrir áríðandi sendingar

Næsta flug út NÝTT
Fluglausn samkvæmt pöntun þar sem þú færð meira fyrir peninginn.

Í tímaþröng
Flutningsþjónusta samkvæmt pöntun: sérstakt farartæki, sérstakur sendiboði eða þín eigin flugvél.

Er þörf fyrir sérstakt öryggi?

Þegar krafist er sérstakrar aðgætni.
 

 • Brothætt
 • Næmt fyrir hitastigi
 • Verðmætt

Þjónusta fyrir öruggar sendingar

TNT Sérstakur sendiboði
Sendiboði með mikla reynslu sem þjónar þér.

Sérstakt farartæki
Sendingunni þinni er komið til skila af einkabílstjóra sem veitir hámarks hraða og öryggi.

Er hún fyrirferðarmikil?

Þegar kassi er einfaldlega ekki nóg.

 • Búnaður fyrir olíu og gas
 • Farmur fyrir mannúðaraðstoð
 • Búnaður fyrir loftför
 • Vara sem þarf lyftubíl


 

Þjónusta fyrir fyrirferðarmiklar sendingar

Flugfrakt
Sendingar geta húkkað far og fengið þannig hagkvæma lausn.

Leiguflug
Þessi einkaflugvél er hraðasti valkosturinn fyrir sendingar í yfirstærð.

Sérstakt farartæki
Flutningur valinn sem hentar stærð og þyngd.

Eða vantar þig eitthvað sem er algjörlega sérsniðið?

Lausn sem er sniðin sérstaklega að þínum þörfum.


 

Við finnum alltaf leiðina, jafnvel þó hún sé utan okkar nets.

Sérþarfir í vöruflutningastjórnun.

Þegar um er að ræða mikil verðmæti, tímapressu, brothættan varning og fleira.

Þegar aðrir duga ekki til.

Valkvæð aukaþjónusta

Til að bæta við þjónustuleiðirnar Express, Economy Express eða Sérþjónusta.

Utan venjulegs vinnutíma

 • Helgar
 • Afskekkt svæði
 • Afhending í íbúðabyggð 

Innflutningslausnir

 • Eiginn gjaldmiðill á reikningi
 • Express import-veftól
 • Sérþekking

Sérstök aðgát

 • Hjúkrunargögn
 • Brothætt
 • Næmt fyrir hitastigi

CO2-hlutlausar sendingar

 • Kolefnisjafna útblástur
 • Rekja og greina kolefnissporin
 • Uppfylla reglur viðskiptageira þíns.
 • Sannvottað að fullu af ytri skoðunaraðilum

Lausnir fyrir tollafgreiðslu

 • Úrvinnsla skatta og gjalda
 • Afhendingargjöld greidd (DDP)
 • Sérhæfð tollafgreiðsla
 • Sérþekking

Tryggingar

 • Lágt verð
 • Bætur upp að fullu verðgildi
 • Auðveld umsjón
 • Alþjóðleg útbreiðsla

Stolt að verða hluti af þinni sögu

Við sendum allt*

*jafnvel risaeðlur

Árið 2015 sendum við grameðlubeinagrind frá BNA til Hollands. Þó þú þurfir kannski ekki á hjálp okkar að halda við jafn ógurlegt verkefni og þetta, þá geturðu samt verið viss um að við búum yfir reynslu til að sjá um sendinguna þína. 

Þegar mikilvægt þýðir í alvörunni mikilvægt

Við erum stolt af því að geta höndlað hvaða mikilvæga sendingu sem er en það þýðir að við þurfum að vera tiltæk allan sólarhringinn, alla vikuna. Þó að árangursríkir flutningar þýði yfirleitt minni stopp tíma og tapaða peninga fyrir viðskiptavini okkar, fáum við stundum beiðnir um mikilvægar sendingar sem hafa jafnvel enn meiri áhrif…

Haldið köldu

Umsjón með sendingum sem eru næmar fyrir hitastigi þýðir að við þurfum að hafa stjórn á örsmáum frávikum. Við hjálpum líftæknilyfjafyrirtækjum að senda bóluefni, insúlín og önnur lífefnalyf við jafnt hitastig alla leið – þar sem hitabreyting upp á 2°C getur skilið á milli nothæfrar og skemmdrar vöru.


 
 

Biluð vinnuvél!

4200 kg íhlutur til Perth á 48 tímum

Ómissandi námuvinnsluvél í vesturhluta Ástralíu hætti að virka, stöðvaði framkvæmdir og námufyrirtækið tapaði á hverri klukkustund. Mörg flutningafyrirtæki höfðu þegar hafnað því að senda þennan gríðarstóra og ómissandi vökvapumpu frá Nýja-Sjálandi. En ekki við.

Íhluturinn var afhentur innan 48 tíma frá því beiðnin var móttekin. Þessi klæðskerasniðna lausn sparaði skjólstæðingnum peninga og tryggði að námugröftur hófst fljótt aftur.