Alþjóðlegar sendingar

Að senda til útlanda þarf ekki að vera erfitt. Byrjaðu að senda alþjóðlegar sendingar í 5 einföldum skrefum.


Athugaðu tollreglur

Sendingar þínar gætu tafist og það gæti kostað þig peninga að búa ekki yfir viðeigandi þekkingu á tollamálum. Mikilvægt er að vita hvaða skatta þarf að greiða og vera með fullunninn og ítarlegan vörureikning..

Gjöld og gjaldskrár

Yfirleitt þarf að greiða tollagjöld vegna sendinga á milli landa. Þar sem gjöldin eru mishá eftir áfangastað og virði sendingar, vertu viss um hversu mikið þú eða viðtakandinn þurfið að greiða.

Finndu út hvað má ekki senda

Mörg lönd eru með strangar reglur um hvað má flytja inn og út úr landinu, því er hætta á að sendingum sé fargað eða þær stöðvaðar, uppfylli þær ekki tiltekin ákvæði.Ekki gleyma að athuga hvaða vörur eru bannaðar eða takmarkaðar fyrir þinn áfangastað.

Pakkaðu hugvitsamlega

Sé vörunum örugglega rétt pakkað má forðast tafir og tjón í flutningum. Það borgar sig að eyða aðeins meiri tíma í að pakka og merkja sendinguna, sem og að ganga úr skugga um að hún uppfylli reglur hvers lands.

Bóka núna

Þetta er næstum því komið!
Veldu TNT-þjónustu sem hentar þér og gefðu upp tímann þegar á að sækja. Mundu að rekja sendinguna með Rekja sendingu..

Ef þú vilt vita áætlaðan flutningstíma sendingar þinnar frá einum stað til annars í heiminum, vinsamlegast notið vefþjónustutól okkar til að finna áætlaðan flutningstíma.

Alvöru vöxtur á alþjóðavísu

Asía

Sendingar til Asíu geta haft úrslitaáhrif fyrir fyrirtæki um allan heim. Í Kína og á Indlandi, eru 2,7 milljarðar manna, margir þeirra eru hluti af ört stækkandi millistétt, því kemur ekki á óvart að Austurlönd séu komin í brennidepil útflytjenda. Fyrirtæki hafa þegar áttað sig á gríðarlegri uppsveiflu eftirspurnar eftir munaðarvörum, sérhæfðum búnaði og hráefnum – þetta er þróun sem sér ekki fyrir endann á í bráð. 

ESB

Evrópa er fjölbreytt heimsálfa þar sem mikil þörf er fyrir vörur frá öðrum löndum, því getur útflutningur til Evrópu margfaldað útbreiðslu fyrirtækis þíns. Einnig er auðveldara að senda þangað en til annarra markaða, vegna þróaðra innviða flutningskerfisins og sameiginlegra innflutningsreglna ESB. Aðildarríki ESB sitja í fimm sætum á lista yfir tíu stærstu neytendamarkaði heims, og má því segja að Evrópa sé einstaklega öruggur valkostur.

Ameríka

Ameríka getur verið fjölbreyttur og álitlegur markaður fyrir fyrirtæki sem vilja auka útflutning sinn, þar sem geysilega stór neytendamarkaður í norðri stendur á traustum grunni, og í Rómönsku Ameríku er markaður sem stækkar hvað hraðast í heiminum í dag. Eftirspurn eftir munaðarvarningi er í mikilli uppsveiflu, sérstaklega í Mexíkó og Brasilíu, sem gerir ameríska markaðinn sérstaklega álitlegan fyrir útflytjendur.

Algengar spurningar um alþjóðlegar sendingar