Allt undir einu þaki. Lærðu hvernig á að senda, fá tollafgreiðslu, skilja verðlagningu og fleira.
Ekki þarf að vera flókið að senda til útlanda. Sjáðu hvernig fyrirtæki þitt getur flutt út vörur og náð aukinni útbreiðslu til lykilstaða í heiminum.
Þegar varningur er sendur til útlanda getur tollurinn valdið töfum. Sjáðu við hverju er að búast þegar sent er á milli landa og hvernig má lágmarka tíma á landamærum.
Hvort sem um er að ræða skjöl, frakt eða eitthvað sem krefst frekari skipulagningar munum við finna bestu leiðina til að koma sendingunni þinni frá A til B.
Alþjóðlegt net okkar býr yfir sérfræðingum sem sérhæfa sig í flutningum á ýmsum gerðum hættulegs varnings og hættulegra efna, þannig að öryggi þitt og þeirra sem meðhöndla sendingarnar sé tryggt.
Við sendum til meira en 220 landa og landsvæða. Fáðu upplýsingar um áfangastaðinn og athugaðu hvort einhver viðurlög eða útflutningsreglur séu í gildi
Aukagjöld eru aukakostnaður sem gæti bæst við reikning fyrir sendingu. Yfirleitt er þetta vegna eldsneytisverðs, afhendingar utan svæðis eða hluta sem ekki er hægt að stafla.
Vertu viss um að sendingin komist örugglega og á réttum tíma til skila með því að pakka vörunni rétt. Þetta er eitt það mikilvægasta sem þú getur gert til að minnka líkurnar á töfum og tjóni í flutningum.
Skýrar merkingar eru mjög gagnlegar. Þær gera okkur kleift að koma sendingunni á áfangastað — og sjá fyrir réttri meðferð á leiðinni.
Þyngd og mál varningsins er helsti þátturinn sem ákvarðar verð sendingar. Fáðu allar upplýsingar sem þarf til að reikna út stærð sendingarinnar og áhrif hennar.
Annað tengt efni: Hvað eru litíum rafhlöður? Helstu atriði vörureikningsins | Alþjóðleg verðskrá bensíngjalds | Stefna TNT um örugga pökkun | Kassar undirbúnir | Hlutir með óreglulega lögun undirbúnir | Vörubretti undirbúin | Útflutningseftirlit | Lækningagögn | Iðnvarningur | Hátæknivörur | Bílavarahlutir
Finnurðu ekki það sem þú leitar að?
Prófaðu leitarstikuna í hausnum eða athugaðu Algengar spurningar (FAQ) eða A-Ö.
Eða af hverju ekki að spyrja okkur beint?