Vörureikningur

Fylltu hann rétt út til að tryggja hraðan flutning

Lykillinn að hraðvirkri meðhöndlun í tolli er fullunninn og réttur vörureikningur. Tollyfirvöld þurfa á honum að halda til að meta hugsanlega skatta og gjöld. Með því að fylla hann rétt út er hægt að minnka líkur á töfum.

Sniðmát vörureiknings

Til að aðstoða þig við gerð vörureikningsins höfum við búið til sniðmát sem er einfalt í notkun. Vinsamlegast athugið: Þetta sniðmát er aðeins til leiðbeiningar fyrir viðskiptavini. Það er á ábyrgð aðilans sem undirritar vörureikninginn að klára útfyllingu hans og senda.

Helstu atriði vörureikningsins

Hvað er í sendingunni?

 

Lýsing á varningi

Þannig fær tollurinn skilmerkilegar upplýsingar um hvað er í sendingunni. Lýsingin ætti að útskýra hvað það er, úr hverju og til hvers það er notað (ef við á). Hún ætti að vera skilmerkileg og lýsa öllum hlutum í sendingunni.

 

Samræmd tollskrárnúmer

Samræmd tollskrá (ST-númer) raðar varningi niður í flokka svo tollayfirvöld geti vitað hvaða skattar, gjöld og eftirlit séu viðeigandi. Þetta er valkvætt, en ef númerið fylgir getur það flýtt tollafgreiðslu.

$

Hafðu verðmat sendingar nákvæmt

Þó hluturinn sé prufa, gjöf eða skilavara er verðgildi hans að minnsta kosti jafn framleiðslukostnaði. Verðgildið skal vera eins nákvæmt og mögulegt er. Dragi tollurinn verðmat þitt í efa, getur það valdið töfum og sektum. Annað gott ráð er að skrá verðgildi varnings í þeim gjaldmiðli sem stendur á reikningnum.

Upprunaland

Þetta segir hvar varningurinn var framleiddur. Staðurinn sem varan er send frá er ekki endilega upprunaland vörunar. Í ákveðnum tilvikum er krafist upprunavottorðs. Fyrir frekari upplýsingar um upprunavottorð bendum við þér á að hafa samband við viðskiptaráð í þínu landi.

Veldu réttu viðskiptaskilmálana (Incoterms)

Þú þarft að fylla út viðskiptaskilmála (Incoterms) á öllum vörureikningum. Incoterms® 2010 er alþjóðlegur staðall sem Alþjóðaverslunarráðið kom á fót. Þannig geta tollayfirvöld greint eiganda sendingarinnar á öllum stigum ferðalagsins

Ef þú ert með sölusamning koma viðskiptaskilmálar fram í honum. Ef þú ert ekki með sölusamning þá þarftu að velja einn af viðskiptaskilmálunum sem á við sendinguna þína fyrir flutning á landi eða í flugi. TIl dæmis merkir DAP (Delivered at Place) að þú sem sendandi borgar fyrir flutninginn, en viðtakandi ber ábyrgð á sköttum og gjöldum.

Í gegnum tollinn á auðveldan hátt

Nú veistu hvernig maður kemst í gegnum tollinn á auðveldan hátt með réttum vörureikningi. Þú getur fyllt út þinn eigin vörureikning, eða sparað tíma og notað sniðmátið okkar.