Netið okkar

Treystu á okkur hvar og hvenær sem er

Hratt og umfangsmikið vegakerfi okkar um alla Evrópu býður upp á fjölbreytt úrval sendingarþjónusta svo þú getir staðið við skuldbindingar þínar við viðskiptavini og náð til fleiri. Við tengjum saman Evrópu með meira en 55.000 ferðum í hverri viku.

Tengstu heiminum

Við bjóðum upp á alþjóðlegt flutninganet frá hurð til hurðar á milli meira en 200 landa/svæða, svo fyrirtækið þitt getur orðið hreifanlegra og hagkvæmara hvar sem er í heiminum.

 

Upplýsingar um staðsetningar

USA

 • Tenging yfir Atlantshafið með Boeing 777 á milli USA og Evrópu fimm sinnum í viku
 • Express- og Economy-þjónusta sem nær til allra svæða landsins í gegnum fjóra flugvelli (New York, Chicago, Los Angeles, Miami) og net afhendingarstaða.
 • Fullkominn aðgangur að stærsta hagkerfi heimsins

Suður-Ameríka

 • Beint flug til allra helstu borga í Suður-Ameríku frá Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu
 • Aðilar sem eru leiðandi á markaði í Brasilíu, Síle og Argentínu bjóða upp á allar þjónustuleiðir TNT
 • Áreiðanleg Express- og Economy Express-þjónusta er í boði um alla Suður-Ameríku.

Austurlönd nær

 • Boðið er upp á tengingar á milli helstu viðskiptamiðstöðva í Austurlöndum nær, þar með talið víðfeðmt veganet á milli átta landa fyrir pakka- og fraktflutninga
 • Boðið er upp á þjónustu fyrir tiltekna daga og tíma, með fullum rekjanleika til að auka eftirlit og öryggi

Kína

 • Tenging með flugi á milli Evrópu og Kína fimm sinnum í viku
 • Reglulegt flug til/frá Evrópu til helstu viðskipta- og framleiðslumiðstöðva sem nær til Peking, Chongqing, Guangzhou, Hong Kong og Shanghai

Kyrrahafs- og Asíusvæðið

 • Við tengjum Evrópu við allar helstu viðskiptamiðstöðvar Kyrrahafs- og Asíusvæðisins, þ.m.t. Tokýó, Bangkok, Kúala Lúmpúr, Singapúr, Sydney og Melbourne
 • Meira öryggi og áreiðanlegir flutningstímar innan Austur-Asíu, á milli Evrópu og Austur-Asíu og Kína
 • Veganet fyrir ákveðinn flutningstíma um alla Asíu með farmflutningsþjónustu á vegum, fyrir innflutning eða útflutning, veitir aðgang að meira en 125 borgum í Víetnam, Taílandi, Singapúr, Malasíu og Laós og tengingu við Kína í gegnum Hong Kong