Útflutningseftirlit og refsiaðgerðir

Hvernig er farið eftir reglum um útflutning og refsiaðgerðir

 

Í ákveðnum löndum/svæðum eru í gildi útflutningsreglur og alþjóðlegar refsiaðgerðir sem hafa áhrif á vörusendingar. Þetta er byggt á gerð varanna, uppruna þeirra og áfangastað eða eftir því hvaða aðilar eiga þátt í viðskiptunum.

Þó svo að TNT sé með þjónustu í flestum þeirra landa/svæða sem lúta alþjóðlegum refsiaðgerðum mun fyrirtækið aðeins senda vörur í samræmi við reglugerðir og refsiaðgerðir sem Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Bandaríkin og önnur lönd/svæði hafa sett. Vinsamlegast kynntu þér skilmála og ákvæði TNT um meðhöndlun hernaðarlegra vara og refsiaðgerðir tengdar áfangastöðum hér á eftir. Þar er að finna upplýsingar um viðskipti sem eru lögleg en háð takmörkunum.

Ósamþykktir aðilar

Skrár yfir ósamþykkta aðila eru hluti af kröfum sem gerðar eru til stjórnvalda sem lúta alþjóðlegum refsiaðgerðum og útflutningseftirliti. TNT samþykkir ekki vörusendingar til eða frá einstaklingum og fyrirtækjum á skrám yfir ósamþykkta aðila.
 

Gagnlegir tenglar:


Hernaðarlegar vörur

Hernaðarlegar vörur eru hlutir ætlaðir fyrir hernað eða með tvíþætt notagildi sem kunna að vera notaðir til almennra nota eða í hernaðarlegum tilgangi. TNT flokkar engar hernaðarlegar vörur. Útflutningsaðilinn ber ábyrgð á því. Þjónusta okkar er mismunandi eftir staðsetningu en ávallt er nauðsynlegt að veita nákvæmar upplýsingar um öll leyfi sem við eiga. Hafa skal samband við þjónustudeild á hverjum stað til að fá frekari upplýsingar.


Gagnlegir tenglar:


Refsiaðgerðir tengdar áfangastað

TNT hefur fellt niður ákveðna þjónustu eða innleitt viðbótarkröfur fyrir sendingar til að fylgja alþjóðlegum refsiaðgerðum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir lönd þar sem refsiaðgerðir hafa áhrif á þjónustu TNT.
 

Gagnlegir tenglar:

Krímsvæðið

- Frá og með 1. apríl 2016 veitir TNT ekki lengur þjónustu á Krímsvæðinu

 

Kúba

- Frá og með 1. apríl 2016 veitir TNT ekki lengur þjónustu á Kúbu.

- TNT veitir engu kúbversku sendiráði eða ræðismannsskrifstofu þjónustu, hvar sem er í heiminum

 

Íran

- Frá og með 1. apríl 2016 veitir TNT ekki lengur þjónustu í Íran.

- TNT veitir engu írönsku sendiráði eða ræðismannsskrifstofu þjónustu, hvar sem er í heiminum

 

Norður-Kórea

- TNT veitir ekki þjónustu í Norður-Kóreu

- TNT veitir engu norður-kóresku sendiráði eða ræðismannsskrifstofu þjónustu, hvar sem er í heiminum

 

Rússland

Evrópusambandið og Bandaríkin hafa innleitt þvingunaraðgerðir gegn Rússlandi. TNT beitir eftirfarandi ráðstöfunum til að veita sem besta þjónustu í Rússlandi í samræmi við aðgerðirnar:

- Enginn útflutningur á hernaðargögnum til eða frá Rússlandi er samþykktur
- Enginn útflutningur á vörum með tvíþætt notagildi til hernaðarnotkunar í Rússlandi er samþykktur
- Sérstakt leyfi þarf fyrir vörur á lista yfir búnað sem tengist olíu og gasi til að þær séu samþykktar fyrir útflutning til Rússlands. Smelltu til að skoða skjalið.

 

Súdan

- Frá og með 1. apríl 2016 veitir TNT ekki lengur þjónustu í Súdan

- TNT veitir engu súdönsku sendiráði eða ræðismannsskrifstofu þjónustu, hvar sem er í heiminum

 

Sýrland

- TNT veitir ekki þjónustu í Sýrlandi

- TNT veitir engu sýrlensku sendiráði eða ræðismannsskrifstofu þjónustu, hvar sem er í heiminum