Senda til Bandaríkjanna

Stærsta hagkerfi heims er mikilvægur áfangastaður fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Ef þú þarft að senda til Bandaríkjanna mun hröð og áreiðanleg þjónusta okkar hjálpa þér að koma sendingunni til skila á réttum tíma.

Þarftu að senda til Bandaríkjanna? Við getum aðstoðað.

Við bjóðum upp á sendingar hvert sem er í Bandaríkjunum með fjölbreyttri Express-þjónustu. Hvort sem þú þarft á hraða eða hagkvæmni að halda búum við yfir þeim sveigjanleika sem þarf til að uppfylla kröfur þínar.

 12:00 ExpressExpressEconomy Express
ÞjónustusvæðiUm öll BandaríkinUm öll BandaríkinUm öll Bandaríkin
Hámarksþyngd70 kg500 kg1000 kg

Hvernig sendi ég til Bandaríkjanna?

Kosturinn við TNT

  • Veldu hraðann sem hentar
  • Hafðu stjórn á kostnaði og tímasetningum
  • Þjónustan er sniðin að þínum þörfum

Sem eitt af fremstu hraðsendingafyrirtækjum heims sendum við til meira en 220 landa og landsvæða og höfum sérþekkingu á staðháttum um allan heim.

Gættu að vörureikningnum!

Ef þú ert að senda til Bandaríkjann þarf vörureikningur að vera með í flutningsskjölum. Hér eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga þegar gengið er frá vörureikningi:

Reikningar þurfa að vera á ensku

Lýstu öllum vörum á skýran hátt

Segðu okkur hvar vörurnar voru framleiddar

Gefðu upp EIN-númer (Employer Identification Number)

Ekki gleyma að láta ST-númer fylgja með

Vörureinkingur verður að fylgja öllum sendingum. Hér er hægt að sækja sniðmát. Vörureikninginn þarf að fylla út á ensku.

Öllum vörum á vörureikningi þarf að fylgja ítarleg og nákvæm lýsing. Forðastu of almennar lýsingu.

Upprunaland vöru skal koma fram á vörureikningi. Upprunalandið er landið þar sem varan var framleidd, ekki landið þaðan sem hún er send frá.

Sendandi, tollmiðlari eða viðtakandi þarf að skrá EIN-númer innflutningsaðila á vörureikning. Ef þú notar sniðmátið okkar skaltu skrá það neðst í reitinn „Viðbótarupplýsingar“ - ef vitað er hvert EIN-númerið er. Þetta mun hraða á innflutningsferlinu.

Munu að ST-númer sendingarinnar þarf að koma fram á vörureikningnum. Nánari upplýsingar um ST-númer eru hér. Reyndu einnig að gefa upp samskiptaupplýsingar viðtakanda; þær spara okkur mikinn tíma ef spurningar vakna síðar í ferlinu.

Um kröfur FDA

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) setur reglur um vörur af öllum stærðum og gerðum. Allar vörur sem falla undir reglur FDA þurfa að fara í gegnum rafræna skimun áður en þeim er hleypt inn í Bandaríkin.

Hvaða vörur falla undir reglur FDA?

Hvernig fæ ég vörurnar mínar samþykktar?

Hvernig getur TNT hjálpað?

Að undanskildu flestu kjöti þarf FDA að samþykkja eftirfarndi hluti:

 

  • Matur
  • Lyf
  • Lífefnivörur
  • Snyrtivörur
  • Lækningatæki
  • Raftæki sem gefa frá sér geislun

 

Farðu á innflutningssíðu FDA til að fá frekari upplýsingar. Þú getur gert það hér.

Áður en innflutningsferlið getur hafist þarf að afgreiða sendingar rafrænt.

 

Fyrst þarf að senda inn upplýsingar um vörur sem falla undir reglur FDA í gegnum kerfi bandaríska tolla- og landamæraeftirlitsins (CBS).

 

Þegar varan berst til Bandaríkjanna segir ST-númerið til um hvað þarf að gera næst til að uppfylla allar innflutningskröfur.

TNT er viðurkenndur tollmiðlari í Bandaríkjunum og getur haft umsjón með öllu ferlinu fyrir þína hönd til að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af reglum FDA.

 

Leyfðu sérfræðingum okkar að sjá um að sendingin komist til skila í Bandaríkjunum, örugglega og á réttum tíma.

 

Leyfðu okkur að sjá um tollareglur á meðan þú einbeitir þér að rekstrinum.

Þú gætir þurft að gefa upp nánari upplýsingar, eftir því hvað er sent til Bandaríkjann

Sumar vörur krefjast þess að þú gefir okkur (og bandarískum tollyfirvölum) upp nánari upplýsingar.

 

Gefðu þessar upplýsingar einfaldlega upp á vörureikningnum, nema þú þurfir annað leyfi eða vottorð. Ef þú verður uppiskroppa með pláss á reikningnum skaltu útbúa annað blað og láta það fylgja með sendingarskjölunum.

 

Ef einhver af eftirfarandi atriðum eru í sendingunni skaltu smella á feitletraða textann til að fá nánari upplýsingar.

Viltu fá nánari upplýsingar?

Ekkert mál. Sérfræðingar okkar eru til staðar til að svara öllum spurningum um sendingar til Bandaríkjanna.

Viltu senda núna?

Fáðu tilboð
 

Við gefum þér verð fyrir sendinguna án tafar.

Skráðu þig inn á myTNT
 

Skráðu þig inn á reikninginn þinn hjá myTNT til að senda áhyggjulaust til Bandaríkjanna

Ertu ekki með reikning? Smelltu hér til að komast að því hvernig myTNT gagnast þér.