Viðskiptaskilmálar (incoterms)

Hvað er þetta?

Enska heitið „Incoterms“ er stytting á International Commercial Terms. Þessir alþjóðlegu viðskiptaskilmálar voru fyrst gefnir út árið 1936 og samanstanda af 11 reglum sem skilgreina ábyrgð aðila í alþjóðlegum viðskiptum.

Hvers vegna eru þeir svona mikilvægir?

Vegna þess að þeir eru viðurkenndir og notaðir allt frá Austin til Önundafjarðar. Þeir þurfa að koma fram á öllum vörureikningum og minnka verulega líkurnar á því að kostnaðarsamur misskilningur komi upp.

Hvað fela þeir í sér?

Alþjóðlegir viðskiptaskilmálar ICC (Incoterms) skilgreina verkefni, áhættu og kostnað í viðskiptum þegar vara færist frá seljanda til kaupanda.

Þrír algengustu skilmálarnir

EXW – Ex-Works

 • Kaupandinn tekur á sig nánast allan kostnað og áhættu í sendingarferlinu
 • Eina verkefni seljandans er að tryggja að kaupandinn hafi aðgang að vörunum
 • Þegar kaupandinn hefur fengið aðgang tekur hann á sig alla ábyrgð (þar á meðal á fermingu varanna)

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Í vöruhúsi eða skrifstofu seljanda, eða þar sem vörurnar eru sóttar.

DAP – Delivered At Place

 • Seljandinn tekur á sig kostnað og áhættu við flutning vara á umsamið heimilisfang
 • Vörur eru flokkaðar og afhentar þegar þær hafa borist á heimilisfangið og þær eru tilbúnar til affermingar
 • Ábyrgð varðandi innflutning og útflutning er sú sama og í DAT

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur eru tilbúnar til affermingar á umsamið heimilisfang

DDP – Delivered Duty Paid

 • Seljandinn tekur á sig nánast alla ábyrgð í sendingarferlinu
 • Þeir ná yfir allan kostnað og áhættu við flutning vara á umsamið heimilisfang
 • Seljandinn tryggir einnig að vörurnar séu tilbúnar til affermingar, tekur á sig ábyrgð á útflutningi og innflutningi og greiðir öll gjöld

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörurnar eru tilbúnar til affermingar á umsamið heimilisfang.

 

Aðrir viðskiptaskilmálar

 

CIP – Carriage And Insurance Paid To

 • Sama ábyrgð og með CPT að því undanskildu að seljandi greiðir einnig fyrir tryggingu varanna
 • Seljandi er einungis skyldugur til að kaupa lægstu mögulegu tryggingu
 • Ef kaupandinn þarf meiri tryggingu þarf hann sjálfur að gera slíkar ráðstafanir

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar flutningsaðili kaupanda tekur við vörunum.

DAT – Delivered At Terminal

 • Seljandinn ber ábyrgð á kostnaði og áhættu við afhendingu vara á afhendingarstað
 • Afhendingarstaður getur verið flugvöllur, vöruhús, vegur eða gámasvæði
 • Seljandi sér um tollafgreiðslu og affermir vörur á afhendingarstað
 • Kaupandi sér um tollafgreiðslu inn í land og tengd gjöld

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Á afhendingarstað.

FCA – Free Carrier

 • Seljandinn ber ábyrgð á því að koma vörum til flutningsaðila kaupanda á umsömdum stað
 • Seljandinn sér einnig um tollafgreiðslu úr landi

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar flutningsaðili kaupanda tekur við vörunum.

CPT – Carriage Paid To

 • Sama ábyrgð fyrir seljanda og í FCA að því undanskildu að flutningskostnaður fellur á seljanda
 • Eins og með FCA er það á ábyrgð seljanda að tollafgreiða vörur úr landi

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar flutningsaðili kaupanda móttekur vörurnar. EXW – Ex-Works.

FAS – Free Alongside Ship

 • Seljandi ber allan kostnað og áhættu þar til vörur hafa verið afhentar upp að skipi
 • Áhættan færist þá yfir á kaupanda, sem sér um útflutning og tollafgreiðslu inn í land

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur hafa verið afhentar upp að skipi.

FOB – Free On Board

 • Seljandi ber allan kostnað og áhættu þar til vörur hafa verið afhentar um borð í skip
 • Hann sér einnig um tollafgreiðslu úr landi
 • Öll ábyrgð færist yfir á kaupanda um leið og vörurnar eru um borð í skipinu

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur hafa verið afhentar um borð í skip.

CFR – Cost And Freight

 • Seljandi ber sömu ábyrgð og í FOB en þarf einnig að greiða kostnað af því að flytja vörur í höfn
 • Eins og með FIB færist öll ábyrgð yfir á kaupanda um leið og vörur eru um borð í skipinu

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur eru um borð í skipinu.

CIF – Cost, Insurance And Freight

 • Seljandinn ber sömu ábyrgð og með CFR en tekur einnig á sig tryggingarkostnað
 • Eins og með CIF ber seljandanum aðeins skylda til að kaupa lágmarkstryggingu
 • Ef kaupandinn þarf meiri tryggingu þarf hann sjálfur að greiða fyrir hana

Áhætta færist frá seljanda til kaupanda:

Þegar vörur eru um borð í skipinu.

Ertu búin(n) að kynna þér viðskiptaskilmálana? Frábært. Byrjum að senda.

Með því að skoða og nota þetta vefsvæði veitirðu samþykki þitt fyrir því að TNT og samstarfsaðilar TNT komi smákökum (cookies) fyrir. Fá að vita meira