Get ég sent á öruggan hátt?

Stutt kynning á flutningi á hættulegum varningi

Varan sem þú ætlaðir að senda eins og venjulega, gæti flokkast sem hættuleg sending. Engar áhyggjur, við höfum lausn á þessu.Lestu eftirfarandi fyrir frekari upplýsingar um hvað telst til hættulegs varnings og hvað þú getur gert til að tryggja að sendingin sé örugg og uppfylli kröfur.

Hvað telst vera hættulegt?

Það eru reyndar ekki bara stórar tunnur af kemískum efnum. Það er hvers kyns hlutur eða efni sem getur skaðað þig, bílstjórann, viðtakandann, aðrar sendingar eða umhverfið, sé ekki farið rétt með innihaldið.

 

Það gæti komið þér á óvart hvaða vörur eru flokkaðar sem hættuleg efni, eins og úðabrúsar, ilmvötn eða allt sem er með litíum rafhlöður – eins og símar eða fartölvur.

Gæti ég fengið að vita meira?

Til eru níu flokkar hættulegs varnings, og nokkrir undirflokkar til viðbótar. Flokkurinn sem á við um þína sendingu ákvarðar hvernig þú pakkar, merkir og flytur hana.

1.   Sprengiefni
      (eins og flugeldar eða blys)

2.1. Eldfimar lofttegundir    
        (eins og úðabrúsar eða útilegugas)

2.2. Lofttegundir sem ekki eru eldfimar    
        (eins og samþjappað súrefni)

2.3. Eitraðar lofttegundir    
        (eins og súrefnisdíflúoríð)

3.   Eldfimir vökvar
      (eins og leysiefni og málning)

4.1. Eldfim föst efni    
        (eins og eldspýtur)

4.2. Sjálfkveikjandi efni    
        (eins og fosfór)

4.3. Hættulegt ef blotnar    
        (eins og kalsíum karbíð)

5.1. Oxari    
        (eins og áburður)

5.2. Lífrænt peroxíð    
        (eins og viðgerðarsett fyrir glertrefjar)

6.1. Eitur    
        (eins og skordýraeitur)

6.2. Smitandi efni    
        (eins og blóðprufur eða læknispróf)

7.   Geislavirkt
      (eins og reykskynjarar)

8.   Ætandi
      (eins og bleikiefni eða stífluhreinsar)

9.   Ýmislegt
      (eins og öryggispúðar eða seglar, símar eða
        fartölvur)

AEru fleiri merkimiðar sem ég ætti að leita eftir?

Ef þú sérð einhvern af merkimiðunum hér fyrir neðan á hlutunum sem þú ætlar að senda, þarftu að hringja í okkur.

                                

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

Sértu ekki viss um hvort sendingin teljist hættuleg eða örugg, skaltu biðja framleiðandann eða birgjann um öryggisblað (MSDS). Ef sendingin er með UN-númer, er varningurinn hættulegur. Einnig geturðu haft samband við okkur.

Hver ber ábyrgðina á þessu öllu?

Það er á ábyrgð sendandans að tryggja að hættulegur varningur sé talinn fram, merktur og pakkaður á réttan hátt, og honum fylgi rétt fylgiskjöl fyrir upprunaland, lönd sem flutt er um og viðtökuland.

 

Það sem við getum gert, er að auðvelda þér eftir fremsta megni að fara eftir þessum reglum. Með smá samvinnu getum við sent hættulega varninginn á örskammri stundu.

Allt í lagi, og hvernig sendi ég þá hættulega varninginn?

Ekki er til eitt staðlað verklag til að senda hættulegan varning. Það fer alveg eftir því hvað þú ert að senda. Hafðu því samband við sérfræðinga okkar, með hnappinum hér fyrir neðan. Þeir fara í gegnum sendingarferlið með þér. Verki lokið.