Hvað eru litíum rafhlöður?

Þær eru litlar orkueiningar sem tengja heiminn okkar saman. Endurhlaðanlegar litíum-jóna rafhlöður halda fartölvum okkar og farsímum gangandi. Málm-litíum rafhlöður sem ekki eru endurhlaðanlegar knýja úrin okkar og bíllykla með fjarstýringum.

Af hverju teljast þær til hættulegs varnings?

Í stuttu máli? Eldur.

Sífellt öflugri litíum rafhlöður eru hannaðar til að halda tækjum okkar gangandi í marga klukkutíma eða daga í senn. Til að geta þetta bera þær mikið magn raforku. Ef þeim er ekki pakkað á réttan hátt eða skemmast í flutningum, getur orðið skammhlaup í litíum rafhlöðum, sem veldur ofhitnun og íkveikju.

 

Mesta hættan stafar af fölsuðum eða lélegum rafhlöðum, þar sem þær hafa ekki farið í gegnum ítarlegt prófunarferli.

Hvar finnur maður þær?

Tíu algengustu sendingarnar sem innihalda litíum rafhlöður eru:

1. Fartölvur og spjaldtölvur

2. iPhone og iPad

3. Farsímar

4. Mælingarbúnaður

5. Lækningatækni

6. Svifbretti (e. Hoverboards)

7. Rafhjól

8. Vélknúin verkfæri

9. Sjálfvirk hjartastuðtæki
Defibrillators

10. Drónar

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

Þú hleður niður ítarlegum PDF-leiðbeiningum um hvernig á að senda litíum rafhlöður. Einnig geturðu haft samband beint við okkur.

Hver ber ábyrgðina á þessu öllu?

Það er á ábyrgð sendandans að tryggja að upplýst sé um hættulegan varning á réttan hátt, hann merktur og pakkaður á réttan hátt, og honum fylgi rétt fylgiskjöl fyrir upprunaland, lönd sem flutt er um og viðtökuland.

 

Það sem við getum gert, er að auðvelda þér eftir fremsta megni að fara eftir þessum reglum. Með smá samvinnu getum við sent hættulega varninginn á örskammri stundu.

Eru einhverjar spurningar?

Sértu í einhverjum vafa um hvort sendingin þín flokkist sem hættulegur varningur eða ekki, hafðu þá samband við sérfræðinga okkar með hnappinum hér fyrir neðan. Þeir eru reiðubúnir að svara öllum spurningum þínum um hættulegan varning - og fara með þér í gegnum sendingarferlið.