Hvað viltu senda?

Hvort sem um er að ræða skjöl, frakt eða eitthvað sem krefst frekari skipulagningar, munum við finna bestu leiðina til að koma sendingunni frá A til B. Láttu reyna á okkur – og uppgötvaðu af hverju við erum sú sérhæfða flutningsþjónusta í heiminum sem fólk leitar helst til.

 

 

Við sendum allt

Við höfum sent næstum hvað sem er, allt frá forsögulegum beinagrindum til nýjasta sólarknúna bílsins. Hins vegar höfum við sérstaklega mikla reynslu í ákveðnum tegundum sérhæfðra sendinga.

 

 

 

Hjúkrunarvörur

Vörustjórnun í heilbrigðisgeiranum tekst á við sérstæðar reglugerðir og áskoranir. Í þessu umhverfi geta örlítil frávik skipt heilmiklu máli. Til dæmis bóluefni. Hitabreyting upp á 2°C getur eyðilagt heila lotu.

 

Búnaður til iðnaðar

Flutnings- og dreifingarferli iðnaðarvara byggist á því að standa við lokafresti viðskiptavina þinna. Reynsla okkar og þekking á staðbundnum aðstæðum hjálpa þér að uppfylla öll loforð gagnvart viðskiptavinum.

 

Hátæknivörur

Það er þannig í hátækninni að ef einn íhlut vantar virkar búnaðurinn ekki. Við tryggjum að þú sért með allt sem þú þarft, þegar þú þarft það, svo þú getir staðið við alla lokafresti í framleiðslu sem og útgáfudaga.

Bílavarahlutir

Reynsla okkar þýðir að við getum veitt hraða, áreiðanlega og sérhæfða þjónustu fyrir aðfangakeðjuna þína – svo verksmiðjurnar vinni samkvæmt áætlun og vöxturinn haldist.