Öruggir flutningar

Varan þín er í öruggum höndum

Öryggisstarfsfólk okkar innanlands og erlendis vinnur allan sólarhringinn til að tryggja öryggi í flutningunum — frá því augnabliki sem við sækjum sendinguna þína til öruggrar afhendingar hinum megin í borginni eða á hnettinum.

TNT leitast sífellt við að bæta öryggi þjónustunar og lágmarka áhættu til að fyrirbyggja hættu á glæpum og hryðjuverkum til að vernda starfsfólk sitt, eignir og vöru viðskiptavina.

Öryggisstarfsfólk okkar

TNT hefur sett á laggirnar á aðalskrifstofu félagsins öryggisteymi sem starfar á alþjóðavísu og einbeitir sér að öllum þáttum öryggis, þ.m.t.: þróa og framkvæma alþjóðlega öryggisáætlun, staðla, kerfi, skilvirkni, upplýsa og þjálfa bestu starfsaðferðir, umsjón með kröfum um öryggi í flugi, styðja öryggisstarfsfólk á hverjum stað og veita miðlægan samskiptapunkt fyrir viðskiptavini.
 

Yfirmaður alþjóðlegra tolla- og öryggismála hjá TNT ber ábyrgð á öryggi, en hann heyrir undir framkvæmdastjóra framkvæmdasvið TNT yfir alþjóðanetinu. Hver eining og land er með sinn yfirmann öryggismála, öryggisfólk og öryggisskipulag til að hafa umsjón með öryggisstöðlum og áhættu á hverjum stað.
 

Á sérstökum hættusvæðum grípur TNT til sérstakra öryggisráðstafana sem geta falið í sér öryggiseftirlitsstöðvar, GPS, öryggisfylgd, aukið eftirlit á staðnum o.s.frv.  Til að vernda starfsmenn, eignir og vöru viðskiptavina veitir TNT ekki ítarlegar upplýsingar um skipulag öryggismála.

 

Viðmiðunarreglur fyrir öruggan flutning

TNT er virkur meðlimur í nokkrum samtökum alþjóðlegra hraðflutningsfyrirtækja sem einbeita sér bæði að tolla- og öryggismálum og vinna öllum stundum með eftirlitsaðilum og öðrum sambærilegum fyrirtækjum í geiranum að því að auka öryggi aðfangakeðjunnar. Þar að auki er TNT með fjölda innri öryggisáætlana, viðmiðunarreglna, ferla og kerfa, þar á meðal:

 

 • Öryggisþjálfun
  Öryggi er hluti af öllum þjálfunarnámskeiðum fyrir nýja starfsmenn.  Sérstök öryggisþjálfun er veitt eins og Meðvitund ökumanna um öryggi og Gullnar reglur, en reglulega eru haldin endurmenntunarnámskeið fyrir viðeigandi starfssvið.
 • Athuganir á starfsmönnum og undirverktökum
  Það er stefna TNT að athuga starfsmenn og undirverktaka í samræmi við áhættumat fyrirtækisins og í samræmi við landslög á hverjum stað.
 • Áhættumat flutningsleiða
  TNT notast við áhættumat á flutningsleiðum til að tryggja að allar nýjar og núverandi áætlunarleiðir séu metnar reglulega gagnvart öryggisáhættu.
 • Örugg geymsla í flutningum hjá TNT
  Farið er eftir viðmiðunarreglum innan netsins til að tryggja að allar staðsetningar séu öruggar þegar ekki er starfsemi í þeim.

Vottanir fyrir öruggri vöruferilstjórnun

TNT hefur komið á öryggisstöðlum í flutninganetinu sínu sem ná til öryggisþátta eins og öryggis ökutækja, aðgangsstýringu, eftirlitsmyndavéla, öryggisvarða, viðvörunarkerfa, þjálfunar o.s.frv. Öryggisstaðlar TNT byggja á „C“ stigagjöf Transported Asset Protection Association (TAPA). Hinsvegar hefur TNT fleiri en 100 mið- og dreifingarstöðvar í heiminum sem eru TAPA „A“-vottaðar. Þar að auki er TNT með ýmsar starfsstöðvar sem eru ekki með TAPA „A“-vottun en uppfylla þó viðmið fyrir TAPA „A“. Öryggisstig á öllum starfsstöðvum innan TNT-netsins byggir á áhættumati og haft er viðeigandi öryggiseftirlit til að lágmarka áhættu. 
 

TNT skuldbindur sig til að uppfylla staðla samkvæmt ýmsum alþjóðlegum áætlunum tollayfirvalda um öruggar aðfangakeðjur, líkt og sjá má á vottun frá US Customs-Trade Partnership Against Terrorism (C-TPAT) (samþykkt af US Customs Border and Protection í Bandaríkjunum ásamt því að hafa fengið C-TPAT-vottun fyrir starfsemi erlendis) og á 25 samþykktum vottunum frá viðurkenndum rekstraraðilum (AEO) í aðildarríkjum ESB.
 

Þar að auki er TNT með viðurkenndar vottanir frá viðurkenndum rekstraraðilum (AEO) í Noregi, Sviss og í Taívan, Secure Trade Partnership + (STP+) í Singapúr, og Partners in Protection (PIP) í Kanada. TNT leggur áherslu á allar viðeigandi landsbundnar tolla- og öryggisáætlanir um aðfangakeðjur sem komið er á laggirnar til að veita örugga aðfangakeðjuþjónustu.

 

Flugöryggi

TNT hefur þróað fullmótaða flugöryggisáætlun sem leggur áherslu á stöðugar umbætur og þróun þar sem teknar eru til umfjöllunar nýjustu lagalegu kröfur og tæknileg framþróun sem og að ástunda bestu vinnubrögð í öllum ferlum. TNT leggur sig fram og er virkur þátttakandi í samræðum við eftirlitsaðila og stofnanir í iðnaði til að bæta viðmiðunarreglur sínar í flugöryggi á alþjóðavettvangi.