Pakkað í kassa

Hvernig forðast má skaða og tafir

Við innpökkun á vörum þínum geta lítil smáatriði valdið því að sendingin verði fyrir skaða eða töfum. Hér er nokkuð sem má gera til að tryggja að allir kassar sem þú sendir komist til skila tímanlega og í fullkomnu ástandi.

Leiðarvísir fyrir sterkari kassa

1. Veldu gæðI

Notaðir kassar missa styrk sinn. Gakktu úr skugga um að kassinn þinn sé stífur og í góðu ásigkomulagi.

2. Forðastu ónýtt rými

Of mikið fyllingarefni dregur úr styrk í stöflun. Forðastu að nota kassa sem eru of stórir fyrir innihaldið, þeir gætu kramist.

3. Þungir kassar

Við getum tekið við kössum upp að 70 kg án brettis, en settu vinsamlegast merkið „HEAVY“ á kassa sem eru þyngri en 23 kg.

2 3 - 7 0 kg

4. Lokaðu með H-mynstri

Notaðu gott límband og festu það í H-laga mynstri ofan á og undir, athugaðu hvort þörf sé á strekkiborða á þunga kassa.

5. Skýrar merkingar

Fjarlægðu eldri merkingar. Festu nýjar merkingar ofan á, þannig að strikamerkið sé slétt (fari ekki yfir brúnina).

Vel gert!

Sýndu aðgætni við pökkun

Pakkningar þínar þurfa að uppfylla lágmarksskilyrðum okkar.