Frágangur ójafnra hluta

Hvernig á að tryggja öruggan flutning

Stórir, þungir eða ójafnir hlutir þarfnast sérstakrar athygli hvað varðar pökkun og meðferð. Oft er ekki hægt að stafla þeim upp eða setja á færibönd í flutningum. Vegna þessa gætirðu þurft að greiða aukagjald. Ef sendingin þín krefst sérstakrar meðferðar, skaltu endilega hafa samband og fá aðstoð.

Leiðbeiningar fyrir ójafna hluti

Hólkar

Þunga hólka á að strekkja fasta við bretti, passa að þeir skagi ekki út af, þannig að stafla megi brettinu. Léttari hólk-laga hluti má pakka í þríhyrndan flutningshólk.

Óinnpakkaðir hlutir

Stóra óinnpakkaða hluti ætti að strekkja fasta við bretti. Síðan er hægt að smíða hlífðarramma úr við utan um, eða hlífa með kassa á hvolfi. Bættu við fyllingarefni til að verja óvarðar hvassar brúnir.

Hvassir hlutir sem standa út úr

Hvassa hluti þarf að vefja með verjandi fylliefni, áður en þeir eru settir í kassa. Aldrei láta neitt standa út úr pökkuðum kassa, hætta er á skemmdum þegar honum er staflað. Ef þörf krefur skal nota stærri kassa, eða jafnvel bretti.

Þungir/yfirstærð hlutir

Hámarksþyngd og mál eru breytileg eftir þjónustuleiðum. Hvað varðar sendingar stærri en 2,4 m x 1,2 m x 1,5 m (L x B x H) eða þyngri en 500 kg, skaltu vinsamlegast hafa samband við þjónustudeild.

240cm > 120cm > 150cm > 500 kg >

Merkingar

Finndu flatt yfirborð til að festa leiðarmiðann á, sem og öll nauðsynleg merki sem kveða á um sérstaka meðhöndlun. Á efni eins og við, gúmmí eða vefnaðarvöru, skal nota auka límband, hefti eða lím til að festa merkingar.

Öruggt og tryggt

Sýndu aðgætni við pökkun

Pakkningar þínar þurfa að uppfylla lágmarksskilyrði okkar.

Fleiri pökkunar leiðbeiningar