Tollafgreiðsla

Þegar varningur er sendur til útlanda getur tollurinn valdið töfum. Sjáðu við hverju er að búast þegar sent er á milli landa og hvernig má lágmarka tíma á landamærum.

Grunnatriði fyrir tollafgreiðslu

Athuga reglugerðir fyrir sendingar

Munur á reglugerðum veldur því að útflutningur er ólíkur á milli landa. Vertu viss um að þekkja til allra leyfa, sérstakra ákvæða og takmarkana og bannaðs varnings í landinu sem þú sendir til.

Fylgiskjöl undirbúin

Mjög mikilvægt er að útvega nauðsynleg gögn ef þú vilt komast hjá töfum á landamærum. Gakktu úr skugga um að allar nauðsynlegar upplýsingar séu á vörureikningnum, þannig geta tollayfirvöld flokkað og afgreitt sendinguna.

Skattar og gjöld

Innflutningsgjöld og skattar gilda oft um alþjóðlegar sendingar, en gjöldin þurfa ekki endilega að koma aftan að manni. Þar sem gjöldin eru mishá eftir áfangastað og virði sendingar, vertu viss um hversu mikið þú eða viðtakandinn þurfið að greiða.

Minnkaðu vandræðin og skriffinnskuna með TNT

Sannprófun heimilisfangs

Yfirleitt þarf tollurinn að sannreyna uppruna og áfangastað sendingar. Gagnagrunnur okkar sannreynir heimilisföng sjálfkrafa, sem þýðir að þú getur vitað fyrirfram hvort varningur þinn muni ná á áfangastað.

Rafrænn vörureikningur

Fullunninn og ítarlegur vörureikningur er mjög mikilvægur ef þú vilt komast áreynslulaust í gegnum tollinn. Þú getur flýtt þessu ferli með því að búa til rafrænan vörureikning á myTNT eða sækja sniðmát af vefsvæði okkar.

Rekja frá hurð til hurðar

Sendingin þín hverfur ekki þegar hún fer úr landi, þú getur séð hvar hún er stödd á öllum stigum. Rekja sendingu gerir þér kleift að staðsetja sendinguna og segir þér hvenær búist er við að sendingin berist til áfangastaðar.

Efni um útflutning og innflutning