Tjón

Við búum ekki í fullkomnum heimi og tjón geta gerst

Ábyrgð og kröfur

Einstaka sinnum kemur það fyrir að hlutir týnast eða skemmast í flutningi. Ekki þarf að taka fram að TNT reynir að leysa slík mál eins fljótt og farsællega og unnt er.

 

Hvað skal gera þegar sending týnist?

Vinsamlegast hafið samband við þjónustufulltrúa í síma 580 1010 ef sending hefur ekki borist 24 tímum eftir áætlaðan afhendingartíma. Verður þá gerð ítarleg leit að sendingunni.

 

Hvað skal gera ef sending skemmist?

Ef hlutur er skemmdur þá verður sendandi/móttakandi (sá sem greiðir flutningskostnaðinn) að leggja fram kröfu.

 

Stundum þarf að leggja fram sönnun á skemmdum, t.d. á ytri pakkningum. Innihald pakkans og upprunalegar pakkningar þurfa að vera til staðar á afhendingarstað svo TNT geti tekið þær til skoðunar. Einnig má gera ráð fyrir að leggja þurfi fram sannanir á virði hluta sem skemmast og þurfa þær upplýsingar að fylgja með kröfum.

 

Hvernig er krafa lögð fram?

Hafið samband við þjónustufulltrúa TNT og óskið eftir tjónformi. Viðskiptavinur verður að leggja fram ítarleg gögn um málið, s.s. TNT-fylgibréf, vörureikning og lýsingu á tjóni. Þegar þessi gögn liggja fyrir þá verður krafan unnin fljótt og örugglega.

 

Hvenær á maður að skila inn tilkynningu um týnda eða skemmda sendingu?

Tilkynningar um týnda eða skemmda sendingu þurfa að berast TNT innan 7 daga frá því að sending týnist, skemmdist eða tefst. Skila þarf útfylltu eyðublaði um kröfu innan 21 dags frá útgáfudegi þess, útfylltu og með öllum fylgigögnum. Frekari upplýsingar er að finna í kafla 17 í flutningsskilmálum TNT.

 

Hvað gerist næst?

Þegar krafa er móttekin er hún könnuð og metin af TNT, en það getur tekið allt að fjórar vikur. Þá verður haft samband við kröfuhafa og málið gert upp.

 

Hvernig er hægt að athuga stöðu kröfu?

Hafðu samband við þjónustufulltrúa í síma 580 1010.

* Allar vörur eru fluttar samkvæmt flutningaskilmálum TNT.