Fólkið í heilbrigðisgeiranum

Hjálpar til við að bjarga og bæta líf fólks

Heilbrigðisgeiravöruferilsstjórnun (e. healthcare logistics) stendur frammi fyrir sérstökum reglugerðum og áskorunum. Við vitum að þetta snýst ekki bara um flutning frá A til B. Þetta snýst um að finna lækningar og bæta líf fólks. Við bjóðum uppá markaðsleiðandi sérþekkingu til að hjálpa heilbrigðisstarfsmönnum að vinna sín mikilvægu störf.

Tilraunalyf

Það er mikil og ströng samkeppni í heilbrigðisrannsóknum. Hraði í rannsóknum og þróun er mikilvægur, en minnstu frávik frá ströngum reglugerðum geta eyðilagt niðurstöður og valdið töfum og fjárhagslegu tapi.

 

Við höfum þjónað heilbrigðisgeiranum í meira en 30 ár og okkar fólk þekkir vandamál R&Þ og flutninga í þessum geira. Þú getur verið viss um að tilraunalyfin þín berist til rannsóknaraðilans á réttum tíma og í góðu ástandi.

 

Við getum bætt heilbrigðisgeiravörukeðjuna þína með:

 

 • Allt að 40% lækkun flutningskostnaðar með samtengdu flutninganeti og tileinkaðri sérfræðiþjónustu.
 • Allt að 50% lækkun pökkunarkostnaðar með útleigðu, hágæða, margnota pakkningunum okkar.
 • 15% meiri nákvæmni í fjárhagsáætlanagerð með okkar einföldu verðskrá og uppbyggingu reikninga.
 • 20% fleiri sendingar afhentar á réttum tíma þar sem notast er við færri flutningsaðila fyrir hverja sendingu.

Okkar þjónusta

 • Samþætt net táknar allt að 50% fækkun afhendingarstaða í vörukeðjunni, í samanburði við sérhæfð flutningafyrirtæki.
 • Við erum eina hraðflutningsfyrirtækið sem getur boðið uppá sameinaðan flutning í sóttum og afhentum sendingum í landflutningakerfi okkar í Evrópu.
 • Okkar hágæða, margnota, útleigðu umbúðir tryggja gæði sendinga þinna.

Fólkið okkar

Tileinkuð teymi í þjónustuverinu panta tíma með viðtakanda tilraunalyfsins til að koma í veg fyrir mistök viðskiptavina.

Gagnlegar skrár til niðurhals

Tækni lækningatækja

Vegna þess að lækningatæki bjarga mannslífum, þá er mikið lagt í hönnun þeirra, framleiðslu og undirbúning. Við beitum sömu umhyggju, tileinkun og sérþekkingu þegar við afhendum vörurnar þínar til viðskiptavina þinna. Þitt vöruframboð er lykilatriði þegar kemur að því að hjálpa heilbrigðisstarfsmönnum að bjarga mannslífum.

 

Hraður og áreiðanlegur flutningur er frábær valkostur sem mótvægi við dýrum vörubirgðum á spítulum. Afhendingar á spítala, sem gæti verið áskorun fyrir suma, er fyrir okkur mjög einfalt mál. Við afhendum til yfir 17.000 spítala um alla Evrópu.

 

Við getum bætt heilbrigðisgeiravörukeðjuna þína með:

 

 • 3.5% minnkun á vörubirgðum spítala, að meðaltali, með víðtækasta næsta dags afhendingarnetinu okkar.
 • Allt að 50% minni líkur á því að birgðir klárist á spítala vegna flutningatengdra vandamála.
 • Allt að 80% lækkun kostnaðar á neyðarsendingum með því að sameina flutninganet og sérstaka móttöku- og afhendingarþjónustu.

Okkar þjónusta

 • Við bjóðum uppá næsta dags afhendingu til 96% Evrópskra spítala – 7% meira en samkeppnisaðilar okkar.
 • Okkar þjónustugæði eru 98% - 2% hærra en að meðaltali í flutningageiranum.
 • Við erum eini hraðflutningsaðilinn sem sameinar flug, landflutninga og sérsendingaþjónustu í gegnum einn tengilið.

Fólkið okkar

 • Heilbrigðisþjónustuverið okkar gerir það að verkum að þú þarft aðeins einn tengilið hjá TNT.
 • Tileinkaða heilbrigðisþjónustuteymið okkar fylgist með sendingum á fyrirbyggjandi hátt, frá því þær eru sóttar þar til þær eru afhentar, til að tryggja að þær komist örugglega á áfangastað og þú færð fullkomna yfirsýn yfir flutningsferlið.

Gagnlegar skrár til niðurhals

Hafðu samband við fólkið okkar í heilbrigðisgeiranum