High-tech People

Aðstoð við að koma nýrri tækni til viðskiptavinarins

Vöruferilstjórnun er sérstök áskorun í hátæknigeiranum. Samkeppni í heimi hátækninnar er hörð og viðskiptavinir kröfuharðir. Þú þarft að vera kvikur og bregðast skjótt við. Við tengjum þig við birgja og viðskiptavini svo allt komist örugglega og stundvíslega á áfangastað.

Frá innflutningi til framleiðslu

Okkar fólk skilur að tíminn sem markaðsinnleiðing tekur og líftími afurðar spila lykilhlutverk í þínu fyrirtæki. Aðfangakeðjur fyrir hátæknivörur og rafeindavörur örva framleiðsluna — og verða að geta brugðist hratt við breyttum tækniforskriftum og breytilegum kröfum neytenda.

 

Hver og einn íhlutur þarf að vera á réttum stað á réttum tíma. Við tryggjum að þú fáir allt sem þú þarft, þegar þú þarft það, svo lokafrestir þínir fyrir framleiðslu og útgáfudagar gangi eins og klukka.

 

Við getum bætt aðfangakeðju þína fyrir hátækni, þ.m.t.:

 

  • 2-4% lækkun á kostnaði vegna birgða á leiðinni með hraðari og áreiðanlegri afhendingu
  • Allt að 60% minni líkur á framleiðslustöðvun af völdum atburða tengdum flutningi
  • 3-6% aukning í áætlunarafköstum með bættri stjórnun verksmiðju í móttöku og samhæfingu efnis.
  • Allt að 50% minni stjórnunarkostnaður heldur en þegar notast er við marga flutningsaðila fyrir sendingar í neyðartilfellum

Þjónustan okkar

  • Í 92% tilvika erum við hraðari eða jafn hraðir en samkeppnisaðilar í landvega þjónustu.
  • Við afhendum til 20% fleiri áfangastaða í Evrópu innan 48 klst. með landvega þjónustu.
  • Veganet okkar er sérstaklega hannað fyrir pakka og vörubretti allt að 1.000 kg. Við bjóðum fleiri valkosti fyrir fyrstu og síðustu leggi afhendingar.

Fólkið okkar

  • Við erum með 6 sinnum fleiri sérhæfð þjónustuver en næsti samkeppnisaðili, með betri innanlands áætlunum fást 2-5% betri þjónustuafköst.
  • Við erum ekki með neinar undirdeildir og getum því boðið upp á margar flutningsaðferðir og víðtækasta úrval þjónustuleiða, allt á einum stað.

Gagnlegar skrár til niðurhals

Fullunnin vara

Samkeppnin er hörð í hátæknigeiranum og líftími vörunnar í hillum verslana er yfirleitt stuttur. Hátæknifólkið okkar veit að nýjar tæknivörur þurfa að komast á markaði án tafar, um leið og forðast þarf hættu á þjófnaði og tjóni. Framleiðslustaðir og endanlegir kaupendur geta verið þúsundir kílómetra hverjir frá öðrum, en með TNT skiptir fjarlægðin ekki máli.

 

Við bjóðum upp á heildstætt dreifingarferli sem byggir á stærsta og hraðasta evrópska veganetinu, ströngustu öryggisstöðlunum og sérfræðiþekkingu sem er leiðandi á markaði. Hátæknifólkið okkar sér til þess að nýju vörurnar eru komnar í hillurnar stundvíslega og í fullkomnu ástandi, tilbúnar fyrir viðskiptavinina.

 

Við getum bætt flutning þinn á hátækni og raftækjum, þ.m.t.:
  • 2-5% lækkun á kostnaði vegna birgða á leiðinni með hraðari og áreiðanlegri afhendingu
  • Allt að 30% minni líkur á viðurlögum vegna sendinga sem ekki tekst að afhenda vegna atburða tengdum flutningi
  • 3-10% minni töpuð sala með betri fáanleika vara
  • Allt að 40% minni stjórnunarkostnaður þegar unnið er með færri flutningsaðilum og færri kvartanir viðskiptavina 

Þjónustan okkar

  • Í 92% tilvika erum við hraðari eða jafn hraðir en samkeppnisaðilar í landvega þjónustu.
  • Við afhendum til 20% fleiri áfangastaða í Evrópu innan 48 klst. með landvega þjónustu.
  • Veganet okkar er sérstaklega hannað fyrir pakka og vörubretti allt að 1.000 kg.
  • Við bjóðum fleiri valkosti fyrir fyrstu og síðustu leggi afhendingar.
  • Við bjóðum upp á miðlæga öryggisstjórnun á milli landsvæða til að stjórna flutningsferlinu frá hurð til hurðar. 

Fólkið okkar

  • Sérstök teymi í þjónustuveri hafa meiri getu til að gera áætlanir og þannig fást 1,5% betri gæði í þjónustu.
  • Teymin hafa frumkvæði að því að fylgjast með sendingum frá því þær eru sóttar og til afhendingar, virkja endurheimtarþjónustu (ef þarf) og veita þér algjöra yfirsýn yfir sendingarferlið.

Gagnlegar skrár til niðurhals

Hafðu samband við hátæknifólkið okkar