Aðstoð við að koma nýrri tækni til viðskiptavinarins
Okkar fólk skilur að tíminn sem markaðsinnleiðing tekur og líftími afurðar spila lykilhlutverk í þínu fyrirtæki. Aðfangakeðjur fyrir hátæknivörur og rafeindavörur örva framleiðsluna — og verða að geta brugðist hratt við breyttum tækniforskriftum og breytilegum kröfum neytenda.
Hver og einn íhlutur þarf að vera á réttum stað á réttum tíma. Við tryggjum að þú fáir allt sem þú þarft, þegar þú þarft það, svo lokafrestir þínir fyrir framleiðslu og útgáfudagar gangi eins og klukka.
Við getum bætt aðfangakeðju þína fyrir hátækni, þ.m.t.:
Samkeppnin er hörð í hátæknigeiranum og líftími vörunnar í hillum verslana er yfirleitt stuttur. Hátæknifólkið okkar veit að nýjar tæknivörur þurfa að komast á markaði án tafar, um leið og forðast þarf hættu á þjófnaði og tjóni. Framleiðslustaðir og endanlegir kaupendur geta verið þúsundir kílómetra hverjir frá öðrum, en með TNT skiptir fjarlægðin ekki máli.
Við bjóðum upp á heildstætt dreifingarferli sem byggir á stærsta og hraðasta evrópska veganetinu, ströngustu öryggisstöðlunum og sérfræðiþekkingu sem er leiðandi á markaði. Hátæknifólkið okkar sér til þess að nýju vörurnar eru komnar í hillurnar stundvíslega og í fullkomnu ástandi, tilbúnar fyrir viðskiptavinina.