Sendu stóra og þunga hluti

Hvort sem þú vilt senda kassa fullan af bókum, bretti með búslóð eða bílaflota getur þú treyst því að við ráðum við þungann.

Hvað telst vera þungt?

Allir pakkar þyngri en 23 kg flokkast sem þungar sendingar samkvæmt opinberum reglum. Það þýðir hins vegar ekki endilega að hluturinn þurfti að fara á vörubretti. Yfirleitt er hægt að senda hluti undir 70 kg án vörubrettis, en þetta er breytilegt eftir svæðum.

> > >

Hvað telst vera stórt?

Þótt engin opinber flokkun sé til staðar á stórum vörum telst allt sem þarf að fara á vörubretti falla í þennan flokk.

 

Auka gjald kann að eiga við stórar sendingar ef þær fara yfir ákveðin mörk, fer eftir þeirri þjónustu sem valin er. Í Economy-þjónustu á þetta við um sendingar sem eru stærri en 2,4 x 1,2 x 1,8 m Í Express-þjónustu eru stærðarmörkin 1,2 x 1,2 x 1,5 m.

50 0 k >

Hvað telst vera í yfirstærð?

Stakir hlutir sem eru þyngri en 500 kg eða of stórir fyrir vörubretti krefjast þess að sérfræðingar okkar finni sérstaka lausn. Dæmi um þetta eru vörur sem krefjast flutningspalls og iðnarðarbúnaður.

Sendu stóra eða þunga hluti á þeim hraða sem þér hentar

Economy Express

*Besta verðið

Fyrir þá sem þurfa jafnvægi á milli hraða og verðs tryggir Economy þjónustan að þú getir sent stóra og þunga hluti á hagkvæman hátt.

Allt að 1000 kg

Express

*Hratt

Þegar hraðinn er fyrir öllu er Express þjónustan besti kosturinn til að tryggja að stórir og þungir hlutir komist á áfangastað eins fljótt og hægt er.

Allt að 500 kg

Sérþjónusta

*Einstakar sendingar

Hvort sem þarf að flytja á sjó, með flugi eða á vegum, eða ef sendingin er áríðandi og krefst sérstaks ökutækis, getur þú treyst því að sérfræðingar okkar finna lausn fyrir sendinguna þína.

Hvað sem er

Pakkaðu stórt eða þungt

Þungir kassar

Við flytjum allt að 70 kg þunga kassa án vörubrettis en mikilvægt er að allir í sendingarferlinu viti að um þunga sendingu sé að ræða. Það hjálpar til að merkja kassa sem eru þyngri en 23 kg með merkingunni „HEAVY“ til að tryggja öryggi þeirra sem meðhöndla þá.

Vörubretti

Vel pakkað vörubretti tryggir ekki einungis stöðugleika og verndar varninginn heldur fyrirbyggir það óþarfa viðbótarkostnað. Verð okkar miðast við stærð og þyngd, því getur allt sem tekur meira pláss eða kemur í veg fyrir að hægt sé að stafla brettinu, valdið auka kostnaði.

Yfirstærð

Ef þú ert að senda hluti með óreglulegri lögun eða sem eru þyngri en 500 kg gætirðu þurft á aðstoð að halda við pakka og senda sendinguna. Ef svo er skaltu hafa samband við þjónustudeild okkar við getum aðstoðað þig.

Bóka núna

Þetta er næstum því komið! Veldu TNT-þjónustu sem hentar þér og gefðu upp tímann þegar á að sækja. Mundu að rekja sendinguna með Rekja sendingu.

 

Ef þú vilt vita áætlaðan flutningstíma sendingar þinnar frá einum stað til annars í heiminum, vinsamlegast notið vefþjónustutól okkar til að finna áætlaðan flutningstíma.

 

 

 

Rekja sendingu

Varstu að segja bless við stóra eða þunga sendingu? Frábært! Hún verður komin á áfangastað áður en þú veist af.

Í millitíðinni geturðu fylgst með henni með því að færa sendingarnúmerið inn í Rekja sendingu. Hvort sem vörurnar eru á leið í næsta hverfi eða yfir hálfan hnöttinn þurfa þær aldrei að hverfa úr augsýn.