Fólkið í bílaiðnaðinum

Hjálpar þér að halda framleiðslulínum gangandi

Vöruferilsstjórnun (e. logistics) kringum bílaiðnaðinn felur í sér sérstakar áskoranir. Við vitum að það að stoppa framleiðslulínuna getur valdið fyrirtækinu þínu verulegu tjóni. Okkar reynsla leyfir okkur að veita hraða, örugga og áreiðanlega sérfræðiþjónustu innan þinnar bílaiðnaðarvörukeðju – sem heldur þannig verksmiðjunum þínum á áætlun og viðskiptavinum þínum ánægðum.

Innflutningur til framleiðslu

Okkar fólk veit hversu flókinn bílaiðnaðurinn getur verið. Framleiðslulínur eru samsettar af mörg hundruð alþjóðlegum framleiðendum. Ef aðeins einn af þúsundum íhluta er ekki afhentur, þá gæti öll framleiðslulínan þín stoppað. Það merkir ekki bara fjárhagslegt tap, það merkir brotin loforð til viðskiptavina og jafnvel töpuð viðskipti.

 

Við vitum að hver einasti hlutur verður að vera afhentur á réttum tíma og á réttan stað til að tryggja að framleiðslulínan þín haldi áfram að ganga eins og klukka.

 

Við getum bætt bílaiðnaðarvörukeðjuna þína með:

 

  • 2-4% minni birgðahaldskostnaður með hraðari og öruggari afhendingu.
  • Allt að 60% minni hætta á að framleiðsla stoppi vegna flutningstengdra þátta.
  • 3-6% aukningu í framleiðniáætlunum með bætingu á stjórnun hráefna.
  • Allt að 50% minni stjórnsýslukostnaður vegna meðhöndlunar margra flutningsaðila fyrir neyðarsendingar.

 

Okkar þjónusta

  • Á 92% landflutningaleiða eru við fljótari eða jafnfljótir samkeppnisaðilum.
  • Við afhendum til 20% fleiri áfangastaða í Evrópu innan 72 tíma með trukkum.
  • Landflutningakerfið okkar er hámarkað miðað við pakka og vörubretti upp að 1000kg.
  • Við getum boðið uppá fleiri valmöguleika fyrir móttöku og afhendingu í flutningi.

 

Fólkið okkar

  • Við erum með 6 sinnum fleiri sérfræðinga í þjónustuverinu okkar heldur en okkar helsti samkeppnisaðili og erum með meiri getu til staðbundinnar áætlanargerðar, sem leiðir til 2-5% betri þjónustugæða.
  • Við höfum engar innri deildir og þess vegna getum við boðið fjölda flutningsvalkosta og breitt þjónustuúrval í gegnum aðeins einn tengilið.

 

Gagnlegir tenglar

Hafðu samband við fólkið okkar í bílaiðnaðnum